Tékkneska aðferðin við púpuveiðar er líklega veiðnasta leiðin þar sem aðstæður bjóða. Hér er henni líst, hvernig á að setja upp tauminn og flugur, og hvernig á að veiða jafn vel og tékknesku meistararnir. Nú er tími til að þróa sig! Stefán Jón Hafstein segir hér frá.
Fyrir nokkrum misserum tóku að berast fregnir af "tékknesku"aðferðinni í erlendum tímaritum um fluguveiðar. Meginlands-Evrópumenn eru miklir snillingar í fluguveiðum. Tékkarnir og Pólverjarnir hafa sópað til sín verðlaunum og athygli á alþjóðlegum mótum þar sem keppt er.
Þrjár í röð
Í fyrsta lagi eru nymfurnar þeirra sérstakar. Þær eru sér kaptíuli, því hægt er að nota þess aðferð þeirra með öllum þeim nymfum og púpum sem hugurinn girnist. Aðeins eitt skilyrði gildir: Þær verða að vera mjög vel þyngdar og fara rakleiðis til botns. Tékkarnir veiða með þrjár á taumi. Og maður þarf ekki að kunna að kasta!
Þessi aðferð mun henta mjög vel í sæmilega hröðu straumvatni (ekki stöðuvötnum), vatnið þarf ekki að vera dýpra en í mjóalegg, en má alveg taka manni í læri eða mitti. Sem sagt: alveg kjörin víða á Íslandi. Þessi aðferð er síðri ef ekki ónothæf í djúpum hægum hyljum.
1) Níu til tíu feta stöng er nauðsynleg. (Ekki styttri, Tékkarnir nota rúm 10 fet.) Taumurinn er jafn langur stönginni,8-10 pund að styrk efst. Á hann eru hnýttar þrjár nymfur vel þyngdar. Það er alveg nauðsynlegt að láta þær sökkva hratt, í því er galdurinn fólginn. "Kúpur" (púpur með kúluhaus) eru alveg kjörnar.
2) Bilið milli flugnanna er haft 50 sentimetrar. Þetta er oft lögboðin lengd milli flugna í fluguveiðikeppni (að minnsta kosti sumsstaðar) og virkar greinilega vel. Auðvitað er ekkert sem bannar mönnum að breyta þessu bili. Það er góð viðmiðun til að byrja með. Tvær efri flugnanna eru hnýttar við tauminn með hefðbundnu lagi (dropper). Stubburinn frá aðaltaumi í efri flugunar er um 10 cm.
3) Taumurinn grennist niður í 6-4 pund, eftir því hvað menn treysta sér til fyrir fremstu flugu. Ég myndi ekki bjóða vænum urriða neitt minna en 6 pund.
Niðurstaða: Taumurinn í heild er ca 9-10 fet. Frá fremstu flugu upp í þá næstu eru 50 cm, og 50 cm í þá efstu. Sem sagt, þrjár flugur á fremsta metranum.
4) Þar sem taumur og lína mætast þarf að vera eitthvað sem augað getur fylgt. Til dæmis tökuvari (strike indicator). Vegna þess að nymfurnar eru mikið þyngdar er ekki víst að venjulegur tökuvari fljóti. En að mínu mati nægir hann vel eigi að síður, hann gegnir hlutverki sínu vel þótt hann sökkvi örlítið. Málið er einfaldlega það að maður þarf að geta fylgt línunu enda eftir með augum til að sjá tæpar tökur. Sumir láta sér nægja skærlitt garn þar sem taumurinn er hýttur við flugulínuna.
Veiðin.
Endurbirt heilræði