2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
17.8.2020

Helgarfréttir

 
92 cm sjóbirtingur úr Hvannkeldu í Eldvatni. Fiskurinn tók bleikan Dýrbít. 

Við heyrðum af vinaholli í Straumfjarðará um helgina sem gerði frábæra veiði. 31 lax á land í tveggja daga holli, þar af 21 lax á heila deginum á laugardag. Veiðibókina er hægt að skoða á AnglingIQ undir waterways. Athygli undirritaðs vekur að þriðjungur veiðinnar er 70 cm eða stærri. Straumfjarðará er nú komin með 177 laxa veidda það sem af er tímabili. 
Holl sem lauk veiðum í Haukadalsá í hádeginu í gær hafði 11 laxa úr krafsinu, þau töluðu þó um að mikið líf hefði verið á svæðinu og amk annað eins lak af flugum veiðimanna. 
Í Eldvatni í Meðallandi er byrjað að veiðast vel af stórum sjóbirtingi, sá stærsti sem af er tímabili veiddist í síðustu viku, 92 cm langur og þykkur hængur. Mynd af honum fylgir hér að ofan og er tekin af AnglingIQ. 
Við sáum einnig menn gera stórveiði í Varmá í Hveragerði, þar er birtingurinn löngu mættur, stórir sem smáir. Mikill handagangur var í öskjunni við Reykjafossinn í gær, þar settu veiðimenn í hvern birtinginn á fætur öðrum og misstu auðvitað þá stærstu. Fiskurinn stekkur fossinn hvað eftir annað en fæstir hafa árangur sem erfiði. Þar eru spennandi vikur framundan því það er mikið magn komið af fiski og hann er auðvitað að ganga langt inn í haustið. 
Við heyrðum einnig í veiðimönnum í Laxá í Aðaldal, þar gengur veiðin verulega hægt og ekki sérlega mikið af laxi á svæðinu. En menn auðvitað kroppa upp einn og einn höfðingja. Hvergi eru fleiri 100+ cm fiskar veiddir en einmitt þar núna í sumar. 
Í Jöklu er svakalega fínn gangur og leitun að jafn skemmtilegri laxveiði. Útlit er fyrir að Jökla sleppi alveg við yfirfall þetta árið svo Flugur.is mæla heilshugar með því að veiðimenn skelli sér austur í flottan lax. 
 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði