Þegar örtúbur með kónum komu fram sögðum við frá þeim og mæltum með. En nú minnum við á að þessar örtúbur eru einkar laglegar með tungsten kónun, sem þýðir að þær sökkva hraðar niður en venjulegar kóna-túpur. Vegna þess að tungstenið er mjög eðlisþungt má hafa kóninn minni til að gera sama gagn. Flugan er því í betri hlutföllum sé búkurinn kominn niður í 16-18.
Blue Charm tungsten örtúba af vef Veiðiflugna.
Þessar flugur hafa gefið við krefjandi aðstæður á Vesturlandi. Óskar Páll Sveinsson var með lið frá Spáni sem gekk vel með þennan búnað erfiða sumarið 2012, kastaði í 75 gráðu horni niður og strippað hratt inn. Nefndi hann örtúbu á borð við Green butt númer 18.
Dentist
Dr. Jónas lét einmitt vel af þessum flugum líka því þær höfðu gefið vel. "Klárlega skemmtileg viðbót" segir hann. Bætir við að auðvelt sé að stýra því hve djúpt flugurnar veiða með því að þrengja eða víkka kasthornið. 45 gráður niður gefi rek rétt undir yfirborði, sé kastað þverar megi láta þær sökkva lengra áður en byrjað er að strippa. (Sjá leiðbeiningar frá Jónasi á frances.is).Þar kemur fram að Jónas telur sökkhraða tungstens fjórfalt meiri en á hefðbundnum kónum.
Örtúba nr 18 til hægri og tveggja tommu Sun Ray til samanburðar.
Benda má á það sem fram kemur hjá Jónasi að nauðsynlegt kann að vera að lengja tauminn vel eigi að senda keiluna niður í djúpa strengi og gefa verður tíma til að láta sökkva svo eiginleiki flugunnar njóti sín. (Leitarvélin á flugur.is sýnir að við fjölluðum fyrst um keilutúbur í laxinn árið 2001 og þar er slatti af uppskriftum og greinum. Nú má bæta við mjög litlum tungsten keilum).
Andstreymis
Beita má þessum hraðsökkvandi flugum andstreymis, t.d. í 45 gráðu horni upp fyrir legustað laxa og láta berast fyrir þá. Alveg eins og maður gerir í silungsveiði í straumvatni.
Sjá fyrri grein um keilutúpur hér.
Já!
Ég vil gerast félagi í netklúbbnum og gerst áskrifandi að flugufréttum nú þegar fyrir aðeins 145 verðlausar krónur á viku.
Smelltu hér til að skrá þig.
Nýir áskrifendur fá ókeypis aðgang að öllum tölublöðum sem komið hafa út síðan 17.júní 2000 og ókeypis aðang að ölu efni á vefnum.