2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
22.8.2020

Skemmri skírn: Þegar 'ann tekur

 
Eins gott að hafa viðbragðið í lagi þegar 19 pundari tekur!
 

Hvað gerir maður þegar fiskurinn tekur?  Maður fer gjörsamlega í kerfi, hrópar upp yfir sig, fær gleðihroll um allan skrokk eða glottir ísmeygilega og sigri hrósandi innra með sér, eitt af þessu eða allt í senn.  En hvað gerir maður til að halda fiskinum?

 

Hér eru tveir megin skólar í gangi.  Á silungsveiðum ,,neglir? maður fiskinn með því að taka þétt á móti, lyfta stönginni og strekkja á línu.  Sú höndin sem heldur um stöngina lyftir henni, hin höndin strekkir samtímis á línunni þannig að flugan festist.  Síðan er framhaldið alveg eftir silungnum.  Ef þetta er ofurbolti sem vill flýja af hólmi er ekkert annað að gera en sleppa taki á línunni og láta hana rúlla út af stönginni sem við höldum reistri á meðan.  Fyrst fer línuslakinn sem var væntanlega í vatninu og vonandi ekki utan um aðra löppina, og síðan rennur línan beint af hjólinu ef þetta er flottur sprettfiskur.  Við höldum hinu ísmeygilega glotti en förum ekki í kerfi, því um leið og fiskurinn stoppar, hörkuboltaurriði og firnaflott bleikja, þá strekkjum við á línu og slagurinn getur í raun byrjað.  Á smásilungaveiðum er þetta ekki jafn dramatískt.  Við bara setjum í eins og fyrr var lýst og drögum svo rólega inn eftir atvikum.

 

Þegar við setjum í lax er þetta oftast alveg þveröfugt á fyrsta andartakinu.  Við gefum slaka.  Hin dæmigerða laxataka er nefnilega þannig að laxinn lyftir sér af legustað í straumvatni og grípur í fluguna með kjaftinum, ef við rykkjum á móti á þvi andartaki eru jú einhverjar líkur á því að við festum í honum, en meiri líkur á það við rífum úr honum.  Í þessu hafa margir þjálfaðir silungsveiðimenn lent þegar ,,ósjálfráða? viðbragðið sveik þá.  Fræðin kenna að um leið og maður verður var við töku laxins gefur maður slaka svo hann fái snúið sér með fluguna í kjaftinum.  Það er því ágæt regla á laxveiðum að hafa smá línuhönk lausa við hjólið meðan flugan skárar hyl svo maður hafi uppá að hlaupa í þennan snúning.  Þegar hann hefur náð snúningnum reisir maður stöngina rólega og fullnægingarstraumurinn hríslast niður í vöðlur þegar maður finnur átakið festa fluguna í fiskinum.  Hvernig veit maður að snúningurinn hefur veirð tekinn?  Ja, venjulega finnur maður að lausa línan rennur út.  Stundum snýr laxinn sér bara alls ekki heldur ,,hangir? niður af manni.  Það eru fiskar sem maður missir helst, best er að taka ekki á heldur láta hann japla á flugunni meðan maður pissar í sig af hræðslu yfir því að hann spíti henni út úr sér.

 

Afbrigðin af þessu eru ótal mörg alveg eins og í ævintýrunum.  Til dæmis telja menn að þegar maður veiðir silung á þurrflugu eigi að gefa honum tóm til að gleypa fluguna en ekki negla um leið og maður sér tökuna.  Gamla kenningin sagði að maður ætti að fara með Maríuvers áður en maður setti í.  Ég kann ekki Maríuvers svo ég dregt djúpt andann og segi rólega, einn, tveir þrír áður en ég reisi stöngina.  Við þessar aðstæður þarf maður stundum að vera einkar klár: Bíða, setja í, sleppa strax ? ef fiskurinn ákveður að djöflast þegar hann finnur festuna.  Ég hef líka lent í því að veiða á þurrflugu þar sem ekkert dugði nema rígnegla um leið og ég sá tökuna því fiskurinn var í því stuði að skyrpa út úr sér á margföldum hraða eins Maríuvers.

 

Með laxinn getur þetta líka verið með ýmsu móti.  Ég geri ekki greinarmun á laxi eða urriða þegar ég veiði með straumflugu, takan er býsna örugg yfirleitt og ég bara set í af þeim krafti sem mér finnst eiga við.  Hins vegar þarf maður að vera alsgáður með gárubragði, að gefa slaka um leið og maður verður var við eitthvað á hinum endanum, og láta þá stangaroddinn falla svo fiskurinn fái viðnámslausa töku.  Taki lax flugu á hröðum inndrætti sér hann venjulega um þetta sjálfur.  Maður dregur inn á mesta hraða og komi taka er hann á eða ekki.  Suma hef ég séð gefa slaka þótt laxinn taki fluguna á fleygiferð, aðra hef ég séð taka bara hressilega á móti og festa strax, engan snúning takk.  Það gat nú skeð.  Engin regla er nógu góð til að eiga við allar aðstæður.  Góðan veiðihroll.

Allt efni á vefnum ókeypis-

fyrir áskrifendur Flugufrétta.
-Allar greinar
-Aðgangur að gagnabanka gegnum leitarvélina
-Flugufréttir alla föstudaga

Já! Ég vil gerast félagi í netklúbbnum 
og gerst áskrifandi nú þegar! 

Smelltu hér til að skrá þig.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði