2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
27.11.2020

Þeir gömlu dagar við Laxá í Mývatnssveit

Þegar Stefán Eiríksson byrjaði að veiða í Laxá í Mývatnssveit fyrir um 40 árum var gist í tjaldi á bökkum árinnar, brauð með áleggi etið í flest mál, veitt á votflugur, kvótinn 10 urriðar á dag og stangardagurinn kostaði innan við 3.000 krónur. Stefán stiklar á stóru í veiðisögu sinni í Flugufréttum dagsins. Við gluggum einnig í forvitnilega könnun sem Kristján Friðriksson gerði meðal veiðimanna sem heimsóttu Veiðivötn síðasta sumar og Guðrún Una Jónsdóttir segir frá 67 sm bleikju sem hún fékk í Hörgá síðasta sumar. Loks kynnumst við Barbapabba og Bananarama - nýjum flugum sem Sveinn Þór Arnarson hefur hannað. Það er gott að vakna með Flugufréttum á föstudagsmorgnum allt árið um kring. Bara rétt rúmlega 20 vikur í næstu vertíð!

Á myndinni er Stefán Eiríksson með fallegan urriða.