2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.3.2021

Veiðimenn skulu virða bráðina og gæta hófs

Í fréttabréfi vikunnar kynnast lesendur veiðimanninum og umhverfissinnanum Hirti Oddssyni en Hjörtur er verðandi formaður Ármanna. Einnig er rætt við Lilju Kolbrúnu Bjarnadóttur formann kvennanefndar SVFR en konurnar hafa sótt mjög í sig veðrið í veröld stangaveiðanna síðustu árin og segja má að á aðalfundi SVFR í síðustu viku hafi þær gert hálfgerða hallarbyltingu. Loks gerum við upp Febrúarflugur 2021 með forsvarsmanni þeirra, Kristjáni Friðrikssyni. Þetta árið lögðu 192 hnýtarar 1.430 flugur í púkkið sem er nýtt met. Myndin er af Hirti Oddssyni við Ytri-Rangá síðasta sumar.