2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
9.4.2021

Húseyjarkvísl, ION, Galtalækur, Vatnamót og fleira

Út um allar trissur í leit að birtingi er yfirskrift viðtals Flugufrétta við Hrafn H. Hauksson sem þeysist um landið þessa dagana og veiðir víða. Í Fréttabréfi dagsins ber okkur niður í Húseyjarkvísl, Grímsá, Galtalæk, Skugga og Varmá, einnig í Vatnamótum, Eldvatni og á svæðum ION á Þingvöllum. Þeir eru ótal sjóbirtingarnir og staðbundnu urriðarnir í tölublaði dagsins. Myndin er af Hrafni H. Haukssyni með 72ja birting úr Húseyjarkvísl.