2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
28.5.2021

Óbærileg tilhlökkun og spenna

Víða um land eru menn nú farnir að tifa eins og litlir óðinshanar af spenningi þegar líður að því að fleiri og fleiri veiðisvæði verði opnuð fyrir veiði. Í Flugufréttum vikunnar er hugað að opnun urriðasvæðisins í Laxá í Mývatnssveit en þar hefjast veiðar í dag og kíkt á Urriðafoss í Þjórsá þar sem laxveiðin hefst 1. júní eða á þriðjudag í næstu viku. Við skreppum einnig í skítakulda upp á Skagaheiði drifin áfram af bjartsýninni einni saman og fáum stutta skýrslu frá sérfræðingi okkar í Sauðlauksdalsvatni sem lifnar nú til lífsins. Meðfylgjandi mynd var tekin á Skagaheiði.