2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.6.2021

Títuprjónn og járnbrautarlest

Það hefur verið fantagóð bleikjuveiði í Ásgarði í Soginu og líkist einna helst því sem var í gamla daga. Menn eru varla í nokkrum vafa um að þessi góða veiði er ávöxtur þess að tekið var fyrir allt dráp á bleikju á svæðinu fyrir nokkrum árum. Við förum í Sogið með Tómasi Lorange Sigurðssyni í Flugufréttum vikunnar. Jón Víðir Hauksson segir líka frá góðri ferð norður í Laxá í Mývatnssveit þar sem bæði títuprjónn og járnbrautarlest koma við sögu. Að auki kíkjum við á Þingvelli, í Brúará og Norðurá og segjum frá hörmulegu ástandi vegna vatnsþurrðar á efstu svæðum Grenlækjar. Meðfylgjandi mynd er af tveimur Frökkum sem gerðu góða ferð í Ásgarð nú í vikunni.