2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.7.2021

Stóra-Laxá, Langá og Laxá á Ásum

Í fréttabréfi dagsins er rætt við Árna Baldursson beint af bakkanum þar sem hann var staddur við Bergsnös í Stóru-Laxá. Opnun árinnar hefur verið ákaflega fjörleg. Árni segist hafa séð það betra en líka miklu verra og er sáttur svo ekki sé meira sagt. Við fáum einnig fréttir af hjónaholli sem lauk veiðum í Langá á Mýrum nú í vikunni og kíkjum í Laxá á Ásum. Þar að auki er greint frá grisjun Ármanna í Löðmundarvatni að Fjallabaki en þeir fóru sína fyrstu ferð upp eftir þetta árið um síðustu helgi og við heyrum af lukkulegri veiðiferð í Hlíðarvatn sem farin var í gær.