2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
5.8.2021

Sjóbleikja, lax og nýstárleg aðferð við bleikjuveiðar á Þingvöllum

Í Flugufréttum vikunnar fjöllum við um Fjarðará á Borgarfirði eystra sem gaf Flugufréttamanni fallegan lax fyrr í vikunni. Við sláumst einnig í för með félögum sem fara vafalítið fleiri ferðir á silungasvæðið í Vatnsdalsá en nokkrir aðrir á hverju sumri, kíkjum á silungasvæðið í Hofsá og fjöllum um dálítið nýstárlega og árangursríka aðferð sem fluguveiðimenn beita nú við bleikjuveiðar á Þingvöllum. Myndin er af laxinum úr Fjarðará á Borgarfirði eystra. Glóðvolgar Flugufréttir bíða í pósthólfi áskrifenda eldsnemma alla föstudagsmorgna.