2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.9.2021

Haustveiðar á laxi, birtingi og ísaldarurriða

Í Flugufréttum föstudaginn 17. september er rætt við Jakob Sindra Þórsson sem hefur náð góðum tökum á urriðaveiðinni síðsumars á Þingvöllum. Við sláumst einnig í för með Lindu Urbancic og Árdísum sem heimsóttu Laxá í Kjós í byrjun mánaðarins og fáum fregnir úr Haukadalsá frá Lofti Steinari Loftssyni sem er þar við veiðar núna. Gunnar Óskarsson segir af veiðiferð í Geirlandsá um síðustu helgi og loks sýnum við tvær nýjar sjóbirtingsflugur eftir Svein Þór Arnarsson sem hafa báðar gert það gott.

Á myndinni er Linda Urbancic með 72 sm lax úr Kjósinni.