2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
14.10.2021

Tvisvar sinnum tveir í einu og tvíbætt met

Í Flugufréttum vikunnar segir Árni Jóhannesson frá eftirminnilegri ferð í Húseyjarkvísl þar sem hann tvíbætti m.a. lengdarmet sitt í viðureign við lax. Einnig sláumst við í för með veiðimönnum sem fóru í Andakílsá fyrir skemmstu og lentu tvisvar í því að tveimur löxum var landað á sama tíma. Birtar eru lokatölur og ýmsar upplýsingar um veiðina í Laxá í Mývatnssveit síðasta sumar og fleira ber á góma. Á myndinni er Árni Jóhannesson að glíma við lax í Reykjafossi í Húseyjarkvísl. Flugufréttir berast áskrifendum alla föstudagsmorgna allan ársins hring.