Á hverjum föstudagsmorgni, við fyrsta hanagal, koma rjúkandi heitar Flugufréttir í pósthólf áskrifenda.
Í síðustu Flugufréttum var umfjöllun um opnunardaginn í Elliðavatni, fjallað um sjóbleikjuna og örlög hennar, svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur heldur betur hlýnað í veðri og vatnafiskurinn kominn í tökustuð.
Fylgist með í fyrramálið þegar brakandi nýjar Flugufréttir berast áskrifendum, stútfullar af fróðlegu og skemmtilegu efni.
Á myndinni má sjá Bjarka Bóasson með einn af fiskunum sem fjallað var um í síðustu Flugufréttum.