2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
14.7.2023

Jökla, Hilli og húfan

Í Flugufréttum vikunnar segir af hjónunum Árna og Guðrúnu Unu sem gerðu góða ferð í Jöklu nú á dögunum. Þar leit smálaxinn ekki við neinu en stórlaxar stukku á flugurnar. Rætt er við Hilmar Hansson sem er á bökkum Laxár í Aðaldal og landar stórlöxum í gríð og erg. Hann þakkar það tryggð sinni við ána og forláta prjónahúfu sem hann ber á höfði en til eru þeir sem telja húfuna svo mikið tískuslys að vilja helst brenna hana. Við ræðum einnig við Jón Inga Kristjánsson sem hefur veitt í Veiðivötnum í 50 ár og veiðir þar einna helst á flugur eftir sjálfan sig, til dæmis Gullbrá og Nýrað. Einnig fáum við stutta sögu af urriðaveislu í Fremri-Laxá á Ásum. Á myndinni er Árni Jóhannesson með 78 sm lax úr Jöklu sem tók Rauðan Frigga á Þrastarbreiðu við Mælihólinn.

 

17.6.2023

Bleikjur og Buzzer