2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
17.11.2023

Ný veröld, Varmá, Haugurinn og fleira

Nökkva Svavarssyni opnaðist ný veröld þegar hann veiddi í fyrsta sinn ofan ármóta í Stóru-Laxá IV núna í haust. "Á leiðinni upp í Gljúfraop þurfti ég einfaldlega að stoppa nokkrum sinnum til að horfa, upplifa og njóta, algjörlega stórbrotið umhverfið og hyljirnir gríðarlega fallegir. Þarna opnaðist mér algjörlega ný veröld," segir Nökkvi í viðtali við Flugufréttir. Við spyrjum einnig hvort veiði verði leyfð í Varmá næsta sumar og birtum svar sem gefur nokkra von. Birt er bráðfjörugt viðtal við rithöfundinn og vatnslitamálarann Sigga Haug sem fagnaði útgáfu fjórðu bókar sinnar í gær. Sveinn Þór sýnir okkur Nobbler sem virkar og Ívar Örn leitar á náðir Fjölmiðlanefndar í rimmu sinni við vefritið BB.is fyrir vestan. Já, það er alls konar í Flugufréttum dagsins. Myndin er af gullfallegum veiðistað sem fáir þekkja ofan ármóta á IV svæði í Stóru-Laxá.

 

17.6.2023

Bleikjur og Buzzer