2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
1.12.2023

Prinsippmaður með veiðidellu sem sagði sig úr stjórn HSÍ

Hver er prinsippmaðurinn sem sagði sig úr stjórn HSÍ þegar sambandið gerði styrktarsamning við stærsta fyrirtækið í sjókvíaeldi á Íslandi? Við kynnumst honum í Flugufréttum vikunnar, fáum að vita fyrir hvað hann stendur, hvar hann veiðir og hvernig. Einnig er sagt frá veiði Ármanna í Hlíðarvatni sumarið 2023 og birtar alls kyns tölur þar að lútandi. Við förum á Irish Fly Fair með fjórum fræknum Íslendingum, kíkjum á borðspilið Makkerinn sem væntanlegt er í búðir og fjöllum um fleira jákvætt og gott. Flugufréttir hressa, kæta og bæta.