2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.2.2024

Innsæið og öll trixin í Brúará

Í Flugufréttum vikunnar leiðir Árni Kristinn Skúlason lesendur í allan sannleikann um það hvernig best er að veiða Brúará fyrir landi Sels. Ragna Sif Pétursdóttir lýsir því hvernig hún lét innsæið ráða för þegar hún fékk sinn stærsta flugulax til þessa og Stefán Jón Hafstein sendir inn skýrslu um síðasta sumar, lán, ólán og bjartsýni veiðimannsins. Svo er alls konar annað í fréttabréfinu líka. Myndin er af fallegum afla úr Dynjanda og Fosspotti í Brúará.