Í Flugufréttum vikunnar heyrum við af flottri þrennu sem Ómar Stefánsson veiðimaður og leiðsögumaður náði í nokkrum köstum í Jöklu í sumar. Sjóbirtingur, sjóbleikja og lax hlupu á fluguna hjá honum. Hann segir frá fleirum ævintýrum frá Jöklu og Litluá.
Við heyrum einnig af merkilegum 800 laxa degi í Elliðaánum, en þá voru reyndar notaðar aðrar aðferðir en við þekkjum í dag.
Já, það er sitthvað í Flugufréttum, eins og venjulega.