2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
17.1.2025

12 boltar í 12 köstum

Í Flugufréttum er rætt við Jón Inga Kristjánsson sem hefur ríflega hálfrar aldar reynslu af Veiðivötnum. Hann segir okkur sögur, gefur uppskriftir að flugunum sínum og gefur góð ráð. Spurt er hvort hnúðlaxinn sé kannski bara ágætur, fjallað um skæðan blóðorm, birtar fréttir af SVAK og skorað á lesendur að skrifa undir áskorun gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Á myndinni er Jón Ingi með einn góðan úr Grænavatni í Veiðivatnaklasanum.