2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
14.2.2025

Skagaheiðin, Hvíslarinn og 600 flugur

Flugufréttir vikunnar upplifa dásemdir miðnætursólar á Skagaheiði og veiða með þremur félögum inn í lognkyrra nóttina. Spjallað er við Ívar Örn Hauksson um Hvíslarann, veiðina fyrir vestan og fluguveiðisýningar beggja vegna Altantsála. Við heyrum kostulega sögu af hryssu með folald sem hrekur veiðimann á löðursveittan flótta og að sjálfsögðu flytjum við fréttir af Febrúarflugum sem nú þegar eru orðnar um 600. Á myndinni dregur Einar Páll Kærnested fallegu bleikju á þurrt í roða miðnætursólar á Skagaheiði.