Valinkunnir veiðimenn leiða saman hesta sína í Flugufréttum vikunnar og spá fyrir um veiðina næsta sumar.
Í umræðum um laxveiðina ber ýmislegt á góma og virðist almenn bjartsýni ríkjandi, ef til vill ekki hvað síst varðandi vatnasvæði Ölfusár og Hvítár þar sem vænta má hægfara breytinga til hins betra.
Og við fjöllum að sjálfsögðu einnig um silungsveiðina.
Menn eru ekki síður vonglaðir þegar hún er skoðuð og þeir spá í Elliðavatn, Hlíðarvatn, Þingvallavatn, sjóbleikjuveiðina og Laxá í Mývatnssveit, svo fátt eitt sé nefnt. Allt í Flugufréttum vikunnar.
Við viljum að þú veiðir betur!
Fáðu Flugufréttir í tölvupósti alla föstudaga og misstu ekki af neinu! Helstu flugurnar, heitustu fréttirnar, myndirnar, viðtölin! Hvað fæst betra fyrir 125 kr. á viku?
Gakktu í klúbb hinna útvöldu núna og vertu fastur frumsýningargestur þegar heilræðin, sögurnar og flugurnar birtast!
Já, ég vil ganga í netklúbbinn fyrir aðeins 125 kr. á viku og fá Flugufréttir alla föstudaga!