
Í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, verður staddur í verslunum Veiðihornins norðmaðurinn og frumkvöðullinn Arve Evensen, hönnuður Zpey flugustanganna sem allir eru að tala um þessa dagana.
Á fimmtudag verður Arve staddur í Veiðimanninum Hafnarstræti 5 frá 12 til 14 og Veiðihorninu Síðumúla 8 frá 16 til 18. Á fimmtudagskvöld verður Arve með fyrirlestur og myndasýningu í Sportbúðinni Krókhálsi 5. Þar gefst áhugasömum veiðimönnum einnig kostur á að prófa Zpey einhendur og tvíhendur verði veður og ytri aðstæður hagstæðar. Kynningin í Sportbúðinni Krókhálsi 5 hefst klukkan 19 og stendur til kl. 21.
Zpey tvíhendurnar komu fyrst á markað síðastliðið ár. Stangirnar voru reyndar við ýmsar aðstæður í Noregi, Rússlandi, Alaska og Skotlandi en einnig lítilsháttar hér á landi síðastliðið haust.
Það er ýkjulaust þegar sagt er að hér er trúlega á ferð mesta bylting í flugustöngum í áratugi eða frá því farið var að nota grafít í veiðistangir. Hið sérstæða lag handfangsins gerir það að verkum að mun auðveldara er að kasta auk þess sem veiðimenn lengja fluguköst sín umtalsvert.