2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
4.3.2008

Aðgerðarkvíði


Nú styttist óðum í veiðivertíð sem hefst 1. apríl.  Þessi veiðimaður er tilbúinn en á ákaflega erfitt þessar stundir fram að því að veiði hefst.  Aðgerðarkvíðinn hellist yfir. 

Það er leiðinlegt að vera veiðimaður. 

Það er núna sem veiðimenn eiga að gera búnaðinn kláran fyrir vertíðina.  Yfirfara vöðlur.  Leka þær?  Fara þá með þær í viðgerð núna. 

Flugur.  Það þarf að fara gegnum öll boxin, líka þetta sem þú notaðir í síðasta veiðitúrnum í fyrra og gleymdir að þurrka flugurnar sem nú eru kolryðgaðar í vestisvasanum.

Línur.  Eitt það leiðinlegasta er að fara yfir línurnar.  Núna er einmitt rétti tíminn til að draga þær út af hjólunum, renna yfir með rökum klúti og bóna.  Hundleiðinlegt.

Taumar.  Á hinum enda línunnar eru margir með lykkju sem þeir nota til að tengja við tauminn.  Þetta þarf að athuga. Því miður.

Stöng.  Opnaðu stangarhólkinn og sjáðu hvort hann er ekki myglaður eftir síðasta veiðitúr og búinn að smita korkinn á stönginni með ógeðslegum fnyk og fúa.  Þetta er alltaf spennandi vorverk.

 En þetta er ekkert.  Verstur er bölvaður aðgerðarkvíðinn.

19.12.2008

Fiskar í snjónum

12.12.2008

Sukk og svínarí

21.11.2008

Laxárfréttir

14.11.2008

Laxar og ber

13.10.2008

Ókeypis veiði!

3.10.2008

Jómfrúarvatn

6.9.2008

Stórlaxatími

30.7.2008

Metin falla

28.7.2008

Húfur sem hlægja

23.7.2008

Fleiri stórir!

23.7.2008

Maríualax!

18.7.2008

Stórlaxadagar

12.7.2008

Laxveiði góð

10.7.2008

Grenlækur gefur

1.7.2008

Nóg sandsíli?

27.6.2008

SVFR fær Laxá

26.6.2008

Costa Del Kjós

24.6.2008

Það byrjar vel

12.6.2008

Útför KK

6.6.2008

Fallnir félagar

5.6.2008

Laxar á land

28.5.2008

Opnunin í Laxá

16.5.2008

120 fiska maður!

3.5.2008

Lax úr Blöndu

9.4.2008

Tregt í Sogi

8.4.2008

Á veiðistað

18.3.2008

Hækkun í Laxá

14.2.2008

Heimskautableikjan

10.2.2008

Tígrisfiskaveiði

25.1.2008

Veiðileiðsögn