Flugufréttamaður brá sér í Tungufljót nú um helgina
Á laugardagsmorgni, á leiðinni austur, mætti hann stjórn SVFR sem hefði átt að ljúka veiðum á hádegi,
en sögðust hafa orðið að hætta snemma vegna ísreks.

Þetta lofaði nú ekki beint góðu, en áfram var samt haldið.
Þegar austur kom blasti þetta við

Fitjabakki var líkt og margir aðrir veiðistaðir algjörlega óveiðandi vegna íss.
Eini staðurinn sem hægt var að kasta á með góðu móti var Flögubakki,
þar náðust 2 fiskar með því að kasta á milli jaka og brjóta reglulega ís úr lykkjum.
Þessi fiskur tók Black Ghost og syndir nú merktur til hafs og kemur vonandi enn stærri til baka í haust.

Seinni vaktin gaf ekki neitt, en ekkert þýddi að reyna veiðiskap á sunnudagsmorgni vegna kulda og ísjaka.
Þrátt fyrir litla veiði skartaði náttúran sínu fegursta í kuldanum og bjó til ísskúlptúra á flugustöngum
