Norðanáttin lék þá grátt á laugardeginum, 20 m. á sekúndu og hitastigið - 2
frost í lykkjum gerði mönnum erfitt fyrir og einnig voru tökurnar sérstaklega grannar.
Veðrið var skaplegra á sunnudeginum og settu þá allir í fiska, þó að fáum væri landað,
hérna er þó Hjölli að draga einn fallegan urriða á land.

Þess má geta að sett var í eitt af þeim tröllum sem leynast í læknum,
sáu þeir félagar fiskinn vel og fullyrða að hann hafi verið á milli 15 og 20 pund,
hann náðist þó ekki á land í þetta sinn.
Þessi glæsilegi 7 punda urriði var ekki eins feiminn, og brosti sínu breiðasta framan í myndavélina.

P.S. Dagsetningin á myndavelinni er ári á eftir, þessar myndir voru teknar um síðustu helgi.