26.4.2008
Vífilsstaðavatn gefur

,,Það voru 12 stangir úti í Vífilsstaðavatni" sagði góðkunningi okkar sem fór í kvöldgöngu með vatninu, ,,og Engilbert búinn að fá'ann".
Það vorar óðum að sögn þessa félaga, mikið fuglalíf fiskur uppi í Elliðavatni svo þetta lofar allt góðu fyrir byrjunina þann 1. maí. Annar félagi okkar var álíka upprifinn eftir að reyna Vífilsstaðavatn og skrifar að fluguflóran hafi ekki verið sérlega mikil, ,,en bleikjan samt að taka. Sú stærsta vigtaði 1 kg. Það styttist
óðum í Elliðavatnið svo þetta var fín upphitun"
Við minnum á kort og leiðbeiningar um bæði vötnin hér á vefnum fyrir þá sem vilja spreyta sig á silungum innan borgarmarkanna.