Fyrsti lax sumarsins kom úr Blöndu í vorveiðinni, reyndar fjórir, fullir af púpum og lirfum að sögn veiðimanns.á blogginu.
,,Jæja, fyrsta alvöru veiðiferðin í sumar var í vorveiði Blöndu 23-24. apríl sl. og viti menn, fyrsti laxinn beit eftir ca. 15 mínútna veiði, 66cm fínn fiskur.
Ég er steinhissa, þarna var fullt af laxi, við fengum 4 en þurftum að halda 2 þar sem þeir voru dauðadæmdir, einn með þríkrækju niðrí háls og hinn með rifið tálkn. Reyndar voru þeir í ágætis holdum og ég skoðaði magainnihaldið, fullt af púpum og hvítum lirfum í einum og hinn var fullur af sílum." Sjá www.blog.flugur.is