Í Flugufréttum vikunnar birtum við meðal annars einstakar myndir af framkvæmdum á bökkum hrygningarstaðarins Moksins í Eyjafjarðará og spyrjum hvort þessar framkvæmdir hefðu ekki e.t.v. þurft að fara í umhverfismat.
Leiðrétting: Í Flugufréttum vikunnar er talað um að raskið sé á jörðinni Halldórsstöðum, hið rétta er að jörðin heitir Tjarnir og er næsti bær norðan við Halldórsstaði.
Einnig er fjallað um fleiri stórfiska í Hlíðarvatni, bolta úr Elliðaánum, Ferjustað í Laxá og fleira og fleira. Vertu með í umræðunni - lestu Flugufréttir alla föstudaga.