Þingvallanefnd hefur tekið af skarið og sett reglur um veiði í Þingvallavatni. Bannað verður að veiða með síld, makríl og smurningsolíu, bara leyfð fluga, spónn og maðkur. Tíðindum sætir að einnig er bannað að veiða af bátum...
..sem hlýtur að teljast mjög umdeilanleg ákvörðun. Tilkynning um efnið er svohljóðandi:
Á fundi Þingvallanefndar þann 21. maí 2008 var ákveðið að einungis væri heimilt að nota flugu, spún og maðk sem agn við veiðar í Þingvallavatni, innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Notkun annars agns en hér greinir er alfarið óheimil. Ennfremur að stangaveiði má aðeins stunda frá landi og notkun hverskonar báta eða flota er bönnuð. Ástæða þessa er gríðaraukin ásókn í stórurriða undanfarinn misseri og notkun allskyns stærri beitu s.s. makríls, sardínu, hrogna og smurefna. Með þessari ákvörðun vill Þingvallanefnd stuðla að bættri veiðimenningu við Þingvallavatn, takmarka ásókn í stórurriðann og vernda fuglalíf í hólmum undan ströndinni.
Þetta á aðeins við um vatnið innan þjóðgarðs. Spurning sem hlýtur að vakna hvort ekki þurfi að leita samstöðu allra sem eiga veiðirétt í vatninu um samstíga aðgerðir?
Sjá viðbrögð á spjallsíðu.