Tveir snillingar hafa bætt í vinningasafnið í áskrifendahappdrætti Flugufrétta. Þeir Stefán Hjaltested kokkur og Sigurður Pálsson málari leggja í lukkupottinn og eru þegar sestir við hnýtingar samkvæmt sérstökum samningi við Flugufréttir.
Flugurnar sem áskrifendur geta átt von á koma sjóðheitar og spriklandi beint úr þvingum þessara kunnu hnýtingameistara og flugnahöfðingja.

Siggi brosir íbygginn með flugur sínar, frægust er Flæðarmúsin, en skæð upp á síðkastið er Dýrbítur í ýmsum afbrigðum. Hann sest nú við þvinguna samkvæmt sérstökum samningi við flugur.is og hnýtir í vinningasafnið.
Og eins og sjá má er Stebbi kominn af stað! Ekkert stöðvar þessa snillinga í að koma vönduðum og góðum veiðiflugum í áskrifendur Flugufrétta! Því við viljum að þú veiðir betur!.
Já!
Ég vil gerast félagi í Netklúbbnum nú þegar og komast í lukkupottinn þegar dregið verður, ég áskil mér rétt til að lesa Flugufréttir alla föstudaga framvegis!
Smelltu hér til að skrá þig.
Verðstöðvun í sex ár: Flugufréttir kosta það sama og árið 2002, 125 kr. á viku.