Þingvallableikjan er byrjuð að gefa sig eins og Gústi segir frá á blogginu: ,,Nokkrum kvöldum seinna var svo lagt af stað aftur, réttara sagt í gærkveldi.... Setti nýja peacockinn undir og viti menn, kuðungableikja í fyrsta kasti
Ekkert rosa stór en feit og fínn matfiskur. Ég var ekki alveg tilbúinn þannig að það kom smá faut á mig, háfurinn ennþá í vasanum á bakinu. Ég hugsaði með hlýju til veiðimannsins sem ég hitti á bílastæðinu og kastaði aftur, og búmm, aftur á....
Það sem er meira um vert, Gústi segir frá því hvert trixið er, reyndar bragð við hnýtingar sem við kenndum á flugur.is fyrir mörgum árum, en allt er gott sem gengur aftur!
Sjá hvernig ,,trixið" er skýrt hér.
Sjá ráðgjöf um Þingvallavatnsflugur.