Það var að venju formaður SVFR sem hóf veiðar við Norðurá í morgun.
Guðmundur Stefán byrjaði á Brotinu og varð var við fisk í fyrsta rennsli en sá festi sig ekki.
Það var síðan gjaldkeri félagsins Marinó Marinósson sem landaði þeim fyrsta á Eyrinni
83 cm hrygnu sem tók túpuna Maríu.
Það er Eiríkur St. Eiríksson sem er við hlið Marinós en hann aðstoðaði við löndun.

Guðmundur Stefán formaður færði sig næst upp að Berghylsbroti og kastaði þar á 2 laxa,
hann og Gylfi Gautur buðu þeim hinar ýmsu flugur, en án árangurs.
Guðmundur fór næst niður á Réttarhylsbrot og þar setti hann strax í fisk.
Þetta reyndist vera 73 cm hrygna og tók hún 1/2" Kröflu túpu.

Flugufréttamaður er ekki frá því að Guðmundur hafi verið ánægður að ná þessum.

Rétt fyrir hádegi náði Bjarni Júlíusson 76 cm hrygnu á Bryggjunum á svarta Frances,
og Þorsteinn Ólafs missti einn á Stokkhylsbrotinu.