2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
6.6.2008

Fallnir félagar

Tveir miklir fluguveiðimenn eru fallnir frá með stuttu millibili. Þetta eru þeir Guðmundur Árnason og Kristján Kristjánsson sem aldrei var kallaður annað en KK.

Báðir þessir menn unnu ötullega að uppbyggingu fluguveiða hér á landi og lögðu grunninn að siðfræði fluguveiðimannsins þegar þeir ásamt fleirum stofnuðu Ármenn. Báðir voru þeir einstök prúðmenni sem ávallt voru tilbúnir til þess að deila reynslu sinni með öðrum. Flugur.is þakka þeim ánægjulega samveru og ómetanlegt framlag til fluguveiða á Íslandi. 

 

Guðmundur Árnason.

Einn af frumkvöðlum Ármanna og góður veiðifélagi er látinn. Fyrst þegar ég kynntist Ármönnum var talað af virðingu og talsverðri væntumþykju um Guðmund Árnason. Og fyrst og fremst heyrði maður að hann væri vel að sér um allt sem vék að þurrfluguveiðum. Seinna frétti maður að hann færi fyrir stóru fyrirtæki með frábærum veiðivörum og auk þess aðalmaður í kringum Hlíðarvatn, Stakkavíkina, en það var minna mál. Hann var þurrfluguveiðimaður löngu áður en maður gat látið sig dreyma um slíkt.

Stefán Jón Hafstein.

Lengri útgáfu af skrifum Stefáns Jóns um Guðmund má sjá hér.

,,Þú átt aldrei eftir að veiða merkilegri fisk en þennan," sagði Guðmundur Árnason við mig árið 1974. Við vorum í Vörðuflóanum í Laxá. Hann var að veiða með föðurbróður mínum og ég fékk að kasta meðan þeir sötruðu heitt kaffi úr brúsa. Þetta voru fyrstu kynni mín af öðlingsmanninum Guðmundi sem naut alls þess sem viðkom fluguveiðum. Og alltaf naut hann þess að kasta fyrir fisk, hvort sem um var að ræða pundsbleiku í Hlíðarvatni eða 50 punda kóngslax í Alaska. Hann hafði rétta hugarfarið.

Þorsteinn G. Gunnarsson

 

Kristján Kristjánsson.

KK var þvílíkt prúðmenni við veiðar að varla er hægt að hugsa sér betri fyrirmynd.

Eitt kast, eitt skref, engin læti bara veitt af nákvæmni og alúð.

Ein minning stendur uppúr en þá vorum við á leiðinni úr Laxá í Þing yfir í Selá.

Þetta var björt sumarnótt og Möðrudalsöræfin skörtuðu sínu fegursta,

KK sagði sögur alla leiðina, og þó að ekki bæri mikið á því, þá fann ég að hann hlakkaði alveg jafn mikið til og ég að koma í "Tröllaána" eins og hann kallaði Selá.

Þarna áttum við góða daga og veiddum marga stóra laxa. Það eru forréttindi að fá að kynnast svona ,,séntilmanni" við veiðar

Óskar Páll Sveinsson

 

Það var gaman að tala við KK um fluguveiði. Ég fékk fá tækifæri til að veiða með honum, en þurfti þess kannski ekki, held að það hafi dugað mér í veganesti að sjá hvernig hann talaði um þessa íþrótt af smitandi ástríðu.Þorsteinn J

Fyrir nokkrum árum birtu  flugur.is viðtal Þorsteins J oð við KK.

19.12.2008

Fiskar í snjónum

12.12.2008

Sukk og svínarí

21.11.2008

Laxárfréttir

14.11.2008

Laxar og ber

13.10.2008

Ókeypis veiði!

3.10.2008

Jómfrúarvatn

6.9.2008

Stórlaxatími

30.7.2008

Metin falla

28.7.2008

Húfur sem hlægja

23.7.2008

Fleiri stórir!

23.7.2008

Maríualax!

18.7.2008

Stórlaxadagar

12.7.2008

Laxveiði góð

10.7.2008

Grenlækur gefur

1.7.2008

Nóg sandsíli?

27.6.2008

SVFR fær Laxá

26.6.2008

Costa Del Kjós

24.6.2008

Það byrjar vel

12.6.2008

Útför KK

6.6.2008

Fallnir félagar

5.6.2008

Laxar á land

28.5.2008

Opnunin í Laxá

16.5.2008

120 fiska maður!

3.5.2008

Lax úr Blöndu

9.4.2008

Tregt í Sogi

8.4.2008

Á veiðistað

18.3.2008

Hækkun í Laxá

14.2.2008

Heimskautableikjan

10.2.2008

Tígrisfiskaveiði

25.1.2008

Veiðileiðsögn