
Kristján Kristjánsson.
,,Góður lærimeistari og veiðifélagi, KK, er fallinn frá. Fyrir okkur sem komu fram sem ný kynslóð fluguveiðimanna á síðari hluta 20. aldar var KK einn af þeim ,,stóru?. Heppnin var með okkur. KK setti upp Litlu fluguna, verslun með fluguhnýtingaefni í lítilli kompu í blokk á Laugarnesi. Þetta yfirlætislausa nafn á versluninni endurspeglaði ef til vill fermetrafjöldann, en fráleitt þá stóru drauma sem hún skóp, miklu sögur sem þar voru sagðar og það víðsýni sem fékkst við mjóar hillur."