Þeir eru nokkrir sem trúa því að veiða og sleppa aðferðin virki ekki.
Síðan eru aðrir sem finnst að hver fiskur sé of dýrmætur
til að veiða hann bara einu sinni.
Jón Þór Júlíusson er einn þeirra síðarnefndu
og gaf þessum 82 cm laxi því líf,
á opnunardeginum í Grímsá.

Viti menn, tveimur dögum síðar er búið að veiða hann aftur.
Laxinn var ennþá í Strengjunum en var búinn að færa sig úr miðstreng upp í þann efsta.
Laxinn hélt sig samt innan fjölskyldunar og í þetta sinn náði faðir
Jóns Þórs, Júlíus Þ. Jónsson, að veiða hann.
Þrátt fyrir aðeins eins dags hvíld var laxinn mjög vel á sig kominn.
Hann virtist algjörlega óþreyttur og það tók Júlíus um 20 mínutur að landa honum.
Þessi lax virðist ekkert sérstaklega matvandur
því fyrst tók hann litla Frances keilu en núna Green butt No 14.
Opnunarhollið í Grímsá endaði í 18 fiskum sem verður að teljast góð byrjun.