Veiðimönnum í báðum þessum ám bar saman um það að óvenju mikið væri
af fiski svona snemma, en að aðstæður hefðu verið frekar erfiðar
og laxinn styggur í sólskininu.
Stefán Sigurðsson skaust í opnunina í Ytri Rangá nú síðdegis,
hann sagði í samtali við flugur.is að þar væri allt í góðum gír,
9 laxar náðust á land og enginn undir tíu pundum.
Niður við Djúpós sást töluvert af fiski renna sér upp ána nú undir kvöld.
Það er óhætt að segja að þetta séu fínar opnanir víðast hvar og mikið af
fallegum 2 ára laxi.
Þá er bara spurningin hvort að smálaxinn mæti ?