2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
26.6.2008

Veiðimaður bjargar álftarungum

Slæm umgengni veiðimanna kom tveimur álftarungum í klípu við Helluvatn þegar þeir flæktu sig í taumefni sem einhver hafði skilið eftir.  Sem betur fer kom veiðimaðurinn Carl Jóhann þar aðvífandi og tókst að losa þá.  Álftamanna ætlaði að verja börnin sín með miklum látum en að lokum var það hún sem hneigði höfuð sitt í þakklætisskyni.  Sagan er hér:
,,Mig langaði að senda þennan póst á ykkur og kanna hvort ekki væri hægt að fá ykkur til að birta smá áminningu til veiðimanna.
 
Það sem ég á við er þetta klassíska um að skilja ekki rusl eftir sig, taumefni á ég þó sérstaklega við að þessu sinni.
Langar mig sérstaklega að biðla til þeirra veiðimanna sem haga sínum málum vel á veiðislóðum að taka taumefni
upp af jörðunni og koma því á réttan stað í ruslið þar sem minna þenkjandi menn virðast skilja þetta við sig þar sem þeir eru staddir hverju sinni.
 
 
En málið er að ég fór að veiða í Elliðavatni í dag og ákvað að prófa að kíkja inn í Helluvatn í Kerið. Þar var álftapar með 3 unga og þegar ég kom nær var parið farið út í vatn af bakkanum ásamt einum unga, síðan er ég kom nær tók ég eftir að hinir tveir ungarnir fóru hvergi. Tók ég þá eftir að þeir lágu fastir á bakkanum með um 2-3 metra langan taumbút fastan utan um lappir og búk.
 
Mér tókst að losa þá báða þó geri ég ráð fyrir að annar þeirra hafi laskað aðra löppina aðeins eftir þetta. Pikkfastir voru þeir, gátu sig hvergi hreyft.
 
Eftir að ég losaði fyrri ungann kom önnur álftin upp á bakkann aftur, hvæsandi og glennti út vængina. Ég var alveg á því að hún myndi bara rjúka í mig þannig að ég stóð upp og út með hendurnar eitthvað að reyna að þykjast vera stærri en hún. -_- Eftir smástund róaðist hún aðeins og bakkaði aftur út í vatn. Þá er ég hafði losað seinni ungann og sleppti honum í vatnið kom álftin aftur syndandi að á fleygiferð en hægði á sér þegar unginn kom til hennar, stoppaði síðan, leit á mig og hneigði sig tvisvar fyrir mér. :)
 
Endaði allt nú vel að lokum og vonandi braggast ungarnir frá þessu. En kennir þetta manni hversu hættulegur smá taumbútur getur verið ef skilinn er eftir svona á víðavangi.
 
Tökum nú höndum saman og tínum upp alla taumbúta sem við sjáum og látum menn vita sem sem kasta þessu frá sér hversu hættulegt þetta getur verið.
 
 
 
Með kveðju
 
Carl Jóhann Gränz
19.12.2008

Fiskar í snjónum

12.12.2008

Sukk og svínarí

21.11.2008

Laxárfréttir

14.11.2008

Laxar og ber

13.10.2008

Ókeypis veiði!

3.10.2008

Jómfrúarvatn

6.9.2008

Stórlaxatími

30.7.2008

Metin falla

28.7.2008

Húfur sem hlægja

23.7.2008

Fleiri stórir!

23.7.2008

Maríualax!

18.7.2008

Stórlaxadagar

12.7.2008

Laxveiði góð

10.7.2008

Grenlækur gefur

1.7.2008

Nóg sandsíli?

27.6.2008

SVFR fær Laxá

26.6.2008

Costa Del Kjós

24.6.2008

Það byrjar vel

12.6.2008

Útför KK

6.6.2008

Fallnir félagar

5.6.2008

Laxar á land

28.5.2008

Opnunin í Laxá

16.5.2008

120 fiska maður!

3.5.2008

Lax úr Blöndu

9.4.2008

Tregt í Sogi

8.4.2008

Á veiðistað

18.3.2008

Hækkun í Laxá

14.2.2008

Heimskautableikjan

10.2.2008

Tígrisfiskaveiði

25.1.2008

Veiðileiðsögn