Telja má víst að Norðurá verði komin í 500 laxa í dag 3 júlí.
Gretar veiðivörður sagði í samtali við flugur.is
að í gærkvöldi hefði áin verið komin í 470 laxa,
og fiskur væri komin í nánast hvern einasta hyl
fyrir neðan Glanna.
Þetta er meira en helmingi betri veiði en á sama tíma í fyrra.

Fjör á Iðu
5 laxar veiddust á Iðunni fyrir hádegi í gær, mikið líf var á svæðinu og vekur
þetta bjartsýni hjá mörgum um að nú sé suðurlandið að taka við sér eftir mjög
slakt ár í fyrra.
Góð skot í Miðfirði.
Þórður Þorsteinsson var við veiðar í Miðfjarðará í byrjun vikunnar.
Þórður sagði að laxinn væri búinn að dreifa sér vel, og menn hefðu
verið að fá fína veiði víða á svæðinu.
Sem dæmi um það, þá veiddust tíu laxar á einum eftirmiðdegi í Gömlu Ármótum,
og fimm var landað í Hlaupunum morguninn eftir