FRÉTTIR
Sjóbleikjan, Laxá í Leirársveit og margt fleira
Margir hafa áhyggjur af sjóbleikjunni og þeir allra svartsýnustu velta því fyrir sér í fullri alvöru hvort þessi stórkostlegi fiskur verða hreinlega hofin eftir 20 til 30 ár. Í síðustu Flugufréttum fjölluðum við um stöðu sjóbleikjunnar í framhaldi af fundi sem haldinn var á Akureyri um verndun sjóbleikjunnar á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er afar athyglisverð lesning.
Við fjölluðum einnig um tilboð sem bárust í Laxá í Leirársveit en þau eru ansi athyglisverð og gefa til kynna allnokkra hækkun veiðileyfa þar næsta sumar. Sala laxveiðileyfa virðist ganga vel um þessar mundir og, eins og fram kemur í Flugufréttum, hefur salan ekki gengið jafn vel í Norðurá í mörg ár.
Flugufréttir eru ávallt góð, skemmtileg og athyglisverð lesning. Þær koma út á hverjum föstudegi, allt árið.
SÖGUR

Jón Stefán Hannesson fór í Jöklu og veiddi tillitssaman lax. "Eftir töluverðar pælingar og útreikninga Árna Skúlasonar um hvenær Jökla gæti verið búin að hreinsa sig af yfirfalli núna í haust, slógum við félagarnir til og smöluðum saman í nokkrar stangir síðustu helgina í september. Eftir góðan 8-9 tíma rúnt með stoppi á þessum helstu stöðum, lentum við í veiðihúsinu seint á föstudagskvöldi. Við áttum Hólaflúð strax morguninn eftir og spennan var í hámarki.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Slyngur veiðimaður: litlar flugur, grannur taumur
Stóra Laxá í Hreppum: Gjöfull Gvendardráttur
Á bólakaf með Watson's Fancy í vasanum
Þyrstir í visku um veiði og hnýtingar
HEILRÆÐI

Nýtt myndband á vefnum.
Það er góður siður veiðimanna að veiða með lífríkinu en ekki á móti. Vera vakandi fyrir því sem gerist í heimi fisksins og þekkja. Gá í maga á silungi til að sjá hvað hann var að éta rétt áður en hann tók fluguna þína. Skoða rek í ánni, og jafnvel kanna dauðar flugur á bílnum! Myndbandið lýsir þessu, gjörið svo vel.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Veiðidagbókin er ómetanleg
Örstutt vorveiðiráð
Nokkur lymskuleg brögð
Stutt heilræði fyrir næsta veiðitúr
FLUGUR

Valdemar Friðgeirsson situr við og hnýtir. Kappinn átti afmæli á dögunum og Flugufréttir tóku á honum hús af því tilefni. Þar lágu á borði fjórar býsna vígalegar og nýlegar straumflugur sem við fengum að birta af myndir í tilefni dagsins.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Gúmmílappir
Vorveiðiflugur í sjóbirting
Black Ghost í afbrigðum
Traust silungsveiðibox
MATARLYST
Nú er sólin að hækka á lofti og er þessi súpa frábær ef veiðimenn eiga en eitthvað eftir í frystinum frá því í sumar.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Eldbrennd bleikja á japanska vísu með sesam og soja
Steiktur urriði með lauksultu úr anís
Dýrindis bleikja í haframjöli og hundasúrum
Heitreyktar álarúllur með spínati, piparrót og sítrónusósu
SPJALL
Margir vilja gleyma árinu 2020 sem fyrst en það á ekki við um alla veiðimenn, jafnvel þótt veiðisumarið hafi verið mörgum erfitt. Vatnaveiðin var víða góð og silungsveiðin almennt. Margir áttu skemmtilegar stundir í laxveiðinni og njóta enn minninganna. Í áramótaannál Flugufrétta er farið yfir skemmtileg atvik síðasta árs.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Meiri ástæða til sleppa bleikju en laxi?
Áramótaannáll Flugufrétta 2018
Leiðsöguhundur af öðrum heimi
Þingvallaurriðar í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík
Allt efnið á Flugur.is er aðgangilegt áskrifendum Flugufrétta sem fá glóðvolgt fréttabréf í tölvupósti á hverjum föstudagsmorgni og aðgang að öllum eldri fréttabréfum og efni á vefnum fyrir 700 kr. á mánuði.