2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
10.10.2025

Maríulaxar og Aðaldalurinn með augum Bubba

Ólafur Ágúst Jensson er fluguveiðimaður í húð og hár. Í sumar var hann með syni sínum eina vakt í Elliðaánum og sá stutti fékk maríulaxinn. Það var hápunkturinn hjá Óla þetta sumarið og frá því sem og ýmsu öðru segir hann lesendum í Flugufréttum vikunnar. Við fáum einnig góða greiningu frá Bubba Morthens á sumrinu í Laxá í Aðaldal sem var bæði ljúft og sárt. Bjarni Júl talar um Bleika djöfulinn og Guðmundur Ævar Oddson slúttar sumrinu í Hofsá í Skagafirði. Það er alltaf eitthvað.